Á Breiðdalsvík er rekið handverksbrugghúsið og barinn Beljandi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á 4-5 tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum, en einnig á nokkrum góðum stöðum á Austfjörðum á sumrin og má líka finna hann í Reykjavík og á Akureyri stöku sinnum. Barinn á Breiðdalsvík er opin öll kvöld yfir sumarið og flestar helgar á veturnar en opnunartíma hverju sinni má finna hér neðar á síðunni.

 

Á Breiðdalsvík tökum við á móti hópum, stórum sem smáum flesta daga ársins. Þar er hægt að smakka á bjórunum okkar og fá um leið kynningu á fyrirtækinu og bruggferlinu. Endilega hafið samband ef þið viljið bóka hóp eða fá nánari upplýsingar. Hægt er að ná á okkur á netfanginu beljandibrugghus@gmail.com, á Facebook síðunni okkar eða í síma 866-8330

No Comments Yet.

Leave a comment